Getum við aðstoðað?

Opnun viðbótarlífeyrissparnaðar

04. júní 2013

Sjálfvirkur sparnaður

  • Einn af kostunum við viðbótarlífeyrissparnað er sú sjálfvirkni sem honum fylgir
  • Launagreiðandi sér um að draga iðgjöld af launum sjóðfélaga og skila þeim inn
  • Hægt er að fylgjast með iðgjöldum í Netbanka Íslandsbanki
  • Yfirlit eru send tvisvar á ári og er þannig hægt að fylgjast með því hvort iðgjöld berist til sjóðsins

Viðbótariðgjöld

Launagreiðendur geta greitt viðbótariðgjöld með ýmsum hætti, ýmist rafrænt á vef Almenna eða í gegnum Netbanka Íslandsbanka. Launagreiðendur geta sent skilagreinar með tölvupósti til okkar á netfangið skilagreinar@almenni.is. Þeir sem greiða fasta fjárhæð mánaðarlega geta óskað eftir sjálfvirkum millifærslum af reikningi í Íslandsbanka eða fengið sendan gíróseðil.

Nánari upplýsingar er að finna í tenglum hér til hliðar.