Getum við aðstoðað?

Ný leið í húsnæðismálum kynnt á fundi um fyrstu fasteign

16. nóvember 2016

Almenni lífeyrissjóðurinn og Viðskiptablaðið halda opinn fund þriðjudagskvöldið 22. nóvember kl. 20:00 undir yfirskriftinni Fyrstu skrefin að fyrstu fasteign. Á fundinum er fjallað um ný lög um stuðning við kaup á fyrstu fasteign og önnur atriði sem koma sér vel fyrir ungt fólk sem vill eignast þak yfir höfuðið. Fundurinn verður haldinn í bíósal Hótels Natura og er öllum opinn en einnig verður bein útsending frá fundinum á vef Viðskiptablaðsins www.vb.is. Í upphafi fundarins leika Baldvin Snær Hlynsson píanóleikari og Bjarni Már Ingólfsson gítarleikari, nemendur í tónlistarskóla FÍH, nokkur lög. Fundarstjóri verður Kristófer Már Maronsson, hagfræðinemi og formaður Stúdentaráðs Íslands.

Áhugasamir eru beðnir að boða komu sína með því að skrá sig hér að neðan.

Á fundinum verða flutt þrjú erindi:

  1. Á ég að nýta mér séreignarsparnað til að greiða inn á fyrstu fasteign? Gunnar Baldvinsson, höfundur bókarinnar Lífið er framundan
  2. Hvert stefnir húsnæðisverð? Bjarni Ólafsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins.
  3. Húsnæðissafn. Ný leið fyrir ungt fólk til safna upp í íbúð. Helga Indriðadóttir og Eva Ósk Eggertsdóttir hjá Almenna lífeyrissjóðnum.