Lántökugjald breytist
01. nóvember 2016
Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins ákvað á fundi sínum í 26. október síðastliðinn að lántökugjald á lánum til sjóðfélaga yrði hér eftir 45.000 krónur óháð lánsfjárhæð í stað 0,5% af lánsfjárhæð sem verið hafði áður.
Á sama fundi var ákveðið að lækka vexti óverðtryggðra lána í 6,10% úr 6,5%. Vextir á óverðtryggðum lánum eru festir til eins árs í senn. Við ákvörðun vaxta og vaxtabreytinga er einkum horft til stýrivaxta Seðlabanka Íslands, ávöxtunarkröfu á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum á markaði, ávöxtunarkröfu á verðtryggðum ríkisskuldabréfum á markaði, sögulegrar verðbólgu og verðbólguspár, verðtryggðra fastra vaxta á sjóðfélagalánum og almennra vaxtakjara á markaði á sambærilegum lánum. Gildandi vextir á hverjum tíma eru birtir á heimasíðu sjóðsins.