Landssamtökin 50 ára
21. maí 2019
Þessa dagana fagna Landssamtök lífeyrissjóða því að á þessu ári eru liðin 50 ár frá því samið var um lífeyrissjóði launafólks í kjarasamningum. Af því tilefni hafa samtökin blásið til hátíðar í Norðurljósasal Hörpu þriðjudaginn 28. maí kl. 16:30 og Hofi, Akureyri fimmtudaginn 30. maí kl. 15:00. Þar stikla leikararnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Valur Freyr Einarsson á stóru um fortíð og framtíð lífeyrissjóðanna í tali og tónum með aðstoð Jóns Ólafssonar tónlistarmanns.
Almenni hvetur sjóðfélaga og landsmenn alla til að fagna þessum tímamótum. Smelltu hér til að boða komu þína.