Í andstöðu við „þetta reddast“
15. desember 2015
Í nýjasta tölublaði Netflugunnar, mánaðarriti Landssamtaka lífeyrissjóðanna er fjallað um nýja bók, Lífið er framundan, sem kom út á dögunum. Bókin er eftir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins en í henni er að finna góðar ráðleggingar um fjármál fyrir ungt fólk. Smelltu hér til að skoða umfjöllun Vefflugunnar og hér til að skoða umfjöllun í Viðskiptablaðinu. Bókin er hugsuð sem nokkurs konar mótvægi við „þetta reddast“ hugsunarháttinn sem hefur verið nokkuð algengur meðal íslensku þjóðarinnar.