Hlaðvarp
27. nóvember 2020
Ný leið að miðla upplýsingum
Almenni ákvað að reyna að miðla upplýsingum á þennan hátt. Ekki af því að sjóðurinn telji sig geta keppt í skemmtanagildi við það frábæra efni sem er að finna í íslenskum hlaðvörpum, heldur til að reyna nýja leið til að koma upplýsingum um lífeyrismál og réttindi til sjóðfélaga og annarra sem áhuga kunna að hafa.
Ætlunin er að fjalla um eftirlaunasparnað og lífeyrismál á mannamáli í allri umfjöllun, fjalla um það efni sem efst er á baugi hverju sinni, fá áhugaverðar spurningar og svara þeim. Í þessum fyrsta þætti er fjallað um fyrstu fasteign og leiðir til að auðvelda kaupin. Undir liðnum Lífeyrisleyndardómurinn fáum við aðsenda spurningu sem fólk hefur ekki þorað að spyrja. Í þessum fyrsta þætti kom aðsenda spurningin frá Árna Helgasyni sem er lögmaður, pistlahöfundur, uppistandari og annar af umsjónarmönnum hlaðvarpsþáttarins Hismisins. Í lið sem við köllum Almenna lífeyrisorðabókin, tökum við fyrir hugtak um lífeyrismál eða fjármál og leggjum okkur fram um að útskýra. Hlaðvarpsformið er afslappað og óformlegt en það er von sjóðsins að þetta mælist vel fyrir. Þeir sem myndu vilja koma með hugmynd að efni eða spurningu er bent á að senda hana á netfangið halldor@almenni.is eða almenni@almenni.is
Smelltu á tengilinn hér fyrir neðan til að hlusta á hlaðvarpsþáttinn.