Getum við aðstoðað?

Heppinn sjóðfélagi á opnu húsi

23. mars 2018

Heppinn sjóðfélagi á opnu húsi

Á opna húsinu sem Almenni lífeyrissjóðurinn hélt 10. mars síðastliðinn gátu þeir sem komu tekið þátt í léttum spurningaleik. Þar var spurt þriggja spurninga og var 10.000 króna gjafabréf á matsölustaðina Matarkjallarann eða Grillmarkaðinn í boði. Dregið var úr réttum lausnum og sú heppna var Guðrún Torfadóttir. Guðrún, sem er dugleg að sækja viðburði sjóðsins, var að vonum ánægð með vinninginn. Hún valdi að fara á Grillmarkaðinn sem hún sagðist aldrei hafa prófað. Til hægri á myndinni, sem tekin var á ársfundi sjóðsins 22. mars, hefur Guðrún tekið við gjafabréfinu af Þórhildi Stefánsdóttur ráðgjafa Almenna.