Hærra mótframlag sjálfkrafa í séreign
19. júlí 2018
Þann 1. júlí síðastliðinn tók gildi síðasta hækkunin á mótframlagi atvinnuveitanda samkvæmt samkomulagi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá janúar 2016. Hjá þeim sem starfa á grundvelli kjarasamningsins er mótframlag atvinnurekanda 11,5% af launum sem þýðir að skylduiðgjald í heild er 15,5%.
Hjá Almenna greiðist iðjgald umfram 8% af launum í séreignarsjóð. Þeir sem fá 15,5% iðgjald þurfa því ekki að gera neinar ráðstafanir til að hækkun mótframlags greiðist í séreignarsjóð. Þeir sem greiða skylduiðgjald til annarra lífeyrissjóða geta hins vegar valið að greiða tilgreinda séreign til Almenna lífeyrissjóðsins. Til þess þarf að fylla út sérstaka umsókn um tilgreinda séreign með því að smella hér. Hægt er að sækja um aðild eða gera samning um viðbótarlífeyrissparnað með rafrænum skilríkjum með því að smella hér.
Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð hjá þeim sem standa utan við samninginn er eftir sem áður 12% af launum en umræður hafa átt sér stað um að öllum verði gert að hækka lágmarksiðgjaldið upp í 15,5%. Komi til þess að lágmarksiðgjaldið verði hækkað getur það haft áhrif á skiptingu iðgjalda milli séreignar og samtryggingar hjá Almenna og öðrum sjóðum.