Getum við aðstoðað?

Framboð til stjórnar

05. mars 2015

Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 17. mars nk., sjá nánar hér. Á fundinum skal kjósa tvo aðalmenn í stjórn til þriggja ára og einn varamann.

Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal skila framboðum til stjórnar (aðalmenn) viku fyrir ársfund sjóðsins. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út þann 10. mars 2015 kl. 24:00. Hægt er að senda inn framboð á netfangið almenni@almenni.is.

Samkvæmt samþykktum skal stjórn sjóðsins skipuð þremur konum og þremur körlum. Í stjórn eru þegar þrír karlmenn þannig að eingöngu konur geta gefið kost á sér í aðalstjórn að þessu sinni.