Fjör á Framadögum
31. janúar 2020
Almenni fjallaði um lífeyrismál og sérstöðu sína
Almenni tók í þriðja sinn þátt í Framadögum AIESEC þann 30. janúar síðastliðinn í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Markmið Framadaga er að leiða saman háskólanema og fyrirtæki og gefa þeim tækifæri til að kynnast með möguleg sumarstörf, framtíðarstörf, viðskipti eða verkefnavinnu í huga. Almenni lífeyrissjóðurinn bauð upp á spurningaleik á básnum. Leikurinn naut mikilla vinsælda en yfir hundrað manns tóku samtals þátt í leik á bás sjóðsins. Spurningarnar snerust um lífeyrismál almennt og sérstöðu Almenna og eins og sjá má á myndunum fylgdust þátttakendur spenntir með.