Fjölsóttur fundur
29. september 2022
Á annað hundrað manns sótti vel heppnaðan fund Almenna lífeyrissjóðsins undir yfirskriftinni Breytt lög um lífeyrissjóði og mótvindur á mörkuðum. Þórhildur Stefánsdóttir, deildarstjóri ráðgjafar var fundarstjóri, bauð gesti velkomna og kynnti Kristjönu Sigurðardóttur, fjárfestingarstjóra til leiks. Erindi Kristjönu, Mótvindur á mörkuðum fjallaði um þróun á hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum á árinu og útlitið framundan. Þar kom fram að þrátt fyrir mótvind á mörkuðum er langtímaávöxtun með ágætum, hvort sem horft er til þriggja, fimm eða tíu ára. Því næst tók Gunnar Baldvinsson til máls undir yfirskriftinni Breytt lög um lífeyrissjóði. Gunnar fór vel yfir forsögu málsins, aðdraganda lagabreytinganna og áhrif þeirra á sjóðfélaga. Í lok fundar var fundargestum gefinn kostur á að spyrja spurninga sem all nokkrir nýttu sér.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá fundinum sem en einnig er hægt að horfa á upptöku frá fundinum: