Endurskoðunarnefnd 2020-2021
12. júní 2020
Á fundi stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins miðvikudaginn 10. júní sl. voru eftirtaldir skipaðir í endurskoðunarnefnd sjóðsins í eitt ár eða til ársfundar árið 2021:
Gísli H. Guðmundsson, formaður,
Davíð Ólafur Ingimarsson og
Eiríkur Þorbjörnsson.
Endurskoðunarnefnd er undirnefnd stjórnar og leitast við að tryggja áreiðanleika ársreikninga og annarra fjármálaupplýsinga ásamt óhæði endurskoðenda sjóðsins. Nánari upplýsingar um nefndina og hlutverk má lesa hér.