Ég er ný/nýr! – Upplýsingar fyrir nýliða

19. júlí 2021

Ég er ný/nýr! – Upplýsingar fyrir nýliða

Fimm sinnum fimm fróðleiksmolar

Almenni hefur opnað nýja síðu sem ætluð er þeim sem eru nýir á vinnumarkaði. Sjóðurinn tók saman fimm kafla sem hver er með fimm fróðleiksmolum. Með hverjum kafla lét sjóðurinn gera myndband þar sem punktarnir eru teknir saman. Kaflarnir eru:

  • Lífeyrissjóður, hvað er það?
  • Viðbótarlífeyrissparnaður, af hverju?
  • Fyrsta fasteign – 10 skattfrjáls sparnaðarár
  • Af hverju Almenni?
  • Hagstæð lán hjá Almenna

Auglýsingastofan Sahara gerði myndböndin en Embla Líf Hallsdóttir, starfsmaður Nova og Halldór Bachmann, kynningarstjóri Almenna, koma fram í þeim.

Smelltu hér til að skoða upplýsingasíðuna