Ársfundur 2016
18. mars 2016
Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl 2016 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura kl. 17:15.
Dagskrá.
- Skýrsla stjórnar.
- Ársreikningur 2015 og tryggingafræðilega athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs.
- Kynning á fjárfestingarstefnu Almenna lífeyrissjóðsins.
- Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.
- Kosning stjórnar. Sjá kynningu á frambjóðendum með því að smella hér.
- Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags.
- Ákvörðun um laun stjórnar.
- Önnur mál.
Vakin er athygli á því að framboðum til stjórnar (aðalmenn) skal skila viku fyrir ársfund sjóðsins. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út þann 31. mars 2016 kl. 24:00. Hægt er að senda inn framboð á netfangið almenni@almenni.is. Vakin er athygli á því að samkvæmt samþykktum skal stjórn sjóðsins skipuð þremur konum og þremur körlum. Í stjórn eru þegar þrjár konur þannig að eingöngu karlar geta gefið kost á sér að þessu sinni.
Hægt er að sjá tillögur að breytingum með því að smella hér og Ársskýsla Almenna 2015. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.almenni.is.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.
Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.