Upplýsingastreymi Almenna
06. maí 2020
Upptaka frá streyminu með lagfærðu hljóði
Föstudaginn 8. maí gerði Almenni lífeyrissjóðurinn tilraun með upplýsingastreymi. Vegna bilunar í hljóðbúnaði í streyminu var upptaka af streyminu sjálfu ónothæf. Gerð var upptaka með sama efni en betra hljóði og er þá upptöku að finna í tengli hér fyrir neðan. Fjallað var um ráðgjöf og þjónustu við sjóðfélaga og um ávöxtun sjóðsins eftir að COVID faraldurinn hófst.
Þórhildur Stefánsdóttir, deildarstjóri ráðgjafa, fjallar um algengustu spurningar sem ráðgjafar eru að fá þessa dagana og Kristjana Sigurðardóttir fjárfestingarstjóri fer yfir þróun á mörkuðum og áhrif á ávöxtunarleiðir.
Beðist er velvirðingar á þessu en áhugasamir geta skoðað upptökuna með þvi að smella hér.