Skilmálabreytingar heimilaðar
31. mars 2023
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur ákveðið að heimila lántakendum sínum með lán sem eru fest til 12 eða 36 mánaða að gera skilmálabreytingar þar sem þeir færast yfir á breytilega vexti að fastvaxtatímabili loknu. Viðkomandi lántaki mun hafa heimild til að festa vexti aftur með annarri skilmálabreytingu.
Með þessu fá neytendur aukna möguleika og sveigjanleika án þess að þurfa að endurfjármagna lán sín.
Athugið að lántakendur sem hafa tekið lán frá 1. ágúst 2021 þurfa ekki að óska eftir sambærilegri skilmálabreytingu, því skilmálar þeirra lána gera sjálfkrafa ráð fyrir því að viðkomandi fari á breytilega vexti að fastvaxtatímabili loknu. Þeir geta með sama hætti fest vexti aftur.
Greiða þarf venjubundið skjalagerðargjald vegna skilmálabreytinga, í samræmi við gjaldskrá sjóðsins. Í dag er þetta gjald kr. 10.000 fyrir hvert lán.