Getum við aðstoðað?

Almenni í sjónvarpi

03. júní 2016

Almenni lífeyrissjóðurinn auglýsir nú í fyrsta sinn í sjónvarpi. Frá því í síðustu viku maí hefur birst sjónvarpsauglýsing sem er fyrsta útgáfa af þremur sem munu birtast á næstu vikum. Auglýsingin er 20 sekúndur að lengd og hefur vakið talsverða athygli. Fyrstu útgáfuna má sjá hér neðar á síðunni en hinar tvær eru væntanlegar á næstu vikum. Það er Ingólfur G. Árnason hjá Studio 4U sem gerir auglýsingarnar.