Yfirlit í dreifingu
14. febrúar 2018
Þessa dagana er verið að dreifa fréttabréfi Almenna og yfirlitum yfir hreyfingar frá 1. júlí til 31. desember 2017 og stöðu í lok ársins til sjóðfélaga. Á sjóðfélagavef Almenna er hægt að sjá mun ítarlegri og stöðugt uppfærðar upplýsingar í myndrænni útgáfu, ábendingar um ávöxtunarleiðir, örorkuvernd og iðgjöld.
Sjóðurinn mælir með því að nýta sér sjóðfélagavefinn og þá glöggu mynd sem þar er hægt að sjá af lífeyrismálum sínum og afþakka pappírsyfirlitin. Það er einfalt að afþakka pappírsyfirlitin en ef sjóðfélagar hafa ekki þegar afþakkað þau birtist gluggi þegar vefurinn er opnaður sem býður upp á að afþakka yfirlitin.
Smelltu hér til að skoða fréttabréfið og hér til að skrá þig inn á sjóðfélagavefinn.