Almenni lífeyrissjóðurinn tók þátt í Framadögum 2022 annars vegar með bás á sýningarsvæðinu og hins vegar með fræðsluerindi um ungt fólk og lífeyrismál sem Hrannar Bragi Eyjólfsson lögfræðingur hjá sjóðnum hélt í fyrirlestrarsal.
Í erindi Hrannars Braga fjallaði hann um mikilvægi lífeyrismála fyrir ungt fólk og benti á gagnleg atriði sem gott er að kynna sér. Í meðfylgjandi myndbandi er efni erindisins lagað að almennri birtingu þannig að það gagnist sem flestum.
Almenni lífeyrissjóðurinn tók fyrst þátt í Framadögum háskólanna árið 2014 en viðburðurinn í ár var haldinn í Háskólanum í Reykjavík í mars. Framadagar eru nokkurskonar markaðstorg þar sem fyrirtæki í leit að starfsfólki og fólk að ljúka námi geta kannað hvort þau nái saman.
Þátttaka Almenna í Framadögum er þó með öðrum formerkjum en sjóðurinn leggur áherslu á fræðslu um lífeyrismál almennt auk þess að upplýsa um hvernig Almenni er frábrugðinn öðrum lífeyrissjóðum. Á sýningarbás sjóðsins er spjallað við gesti og efnt til Kahoot-spurningakeppni en fátt virkjar áhuga fólks betur en að taka þátt í keppni.