Hvað þarftu að eiga mikið til að fá ásættanleg eftirlaun?
Hvað þarftu að leggja mikið fyrir til þess að ná því?
Það getur verið gagnlegt að nota reiknireglur til að gera áætlanir eða setja sér markmið. Í þessari fræðslugrein er fjallað um þægilegar aðferð til að gera áætlun um eftirlaun og reikna út hve mikið þurfi til að ná þeim. Í greininni er reiknað út að gefnum forsendum að viðbótarsparnaður þurfi að svara til þriggja og hálfra árslauna til að tryggja 70% af heildarlaunum í eftirlaun. Sá sem er með viðbótarlífeyrissparnað í 40 ár fer langt með að ná því markmiði en ef sparnaðartíminn er styttri þarf að leggja fyrir mun hærra hlutfall launum. Smelltu hér eða á myndina til að lesa greinina.