Mörg símtöl og tölvupóstar ráðgjafa snúast um ávöxtunarleiðir og hvað henti hverjum og einum. Þetta kom fram í máli Brynju Margrétar Kjærnested og Þórhildar Stefánsdóttur þegar rætt var við þær í Hlaðvarpi Almenna – Algengar spurningar.
Algengast er að sjóðfélagar séu í Ævileiðinni en þá flyst inneign sjálfkrafa á milli ævisafnanna þriggja eftir því sem sjóðfélagar eldast. Þó eru dæmi um að sjóðfélagar velji sér ávöxtunarleið og haldi sig þar. Þá er það spurning hvort og hvenær eigi að flytja inneignina en samsetning eignanna og sveiflur í ávöxtun henta mismunandi aldurshópum. Það kann því að vera snjallt að huga að því að flytja inneign úr Ævisafni I eða Ævisafni II í önnur söfn með minni sveiflur þegar eftirlaunaárin nálgast. Eins er þeim sem ætla að leggja séreign inn á lán ráðlagt að vera í Húsnæðissafni eða öðru safni sem er með litlar sveiflur í ávöxtun. Í Hlaðvarpi Almenna – Algengar spurningar fara þær Brynja Margrét Kjærnested og Þórhildur Stefánsdóttir yfir þetta ásamt fleiri áhugaverðum flötum á vali á ávöxtunarleiðum. Hlað
Smelltu hér til að horfa á umræður um ávöxtunarleiðir eða hér til að hlusta eða horfa í heild sinni á Hlaðvarp Almenna um Algengar spurningar.
Athugið að neðst í spilaranum, bæði fyrir hlaðvarp og myndband, er hægt að smella beint á það sem þú hefur áhuga á að kynna þér.
Fleiri molar úr þessu hlaðvarpi:
Er sparnaðurinn minn laus? Hve mikið er laust?
Hvernig lán ætti ég að taka? Hverju breyta lánsformin?
Lækka greiðslubyrði eða auka eignamyndun?
Aukagreiðslur inn á lán nú og fyrir 20 árum
Ávöxtunarleiðir
Skattþrep og skattamál
Lífeyrisgreiðslur og greiðslur frá Tryggingastofnun
Fyrsta fasteign
Spurningin sem enginn spyr
Erfanleiki séreignar – mikilvæg atriði
Á hvaða eftirlaunum er von, hvert stefnir?
Sjóðfélagavefurinn, heildarmyndin á grafísku formi