Getum við aðstoðað?
Fræðsla og ráðgjöf

Hvernig lán á ég að taka? – moli úr hlaðvarpi Almenna

Hvernig lán á ég að taka? Hvaða vexti býður Almenni? Þessar spurningar eru meðal þeirra spurninga sem algengt er að berist sjóðnum og fjallað er um í Hlaðvarpi Almenna um Algengar spurningar.

Algengt er að sjóðfélagar velti fyrir sér lánsformi og vöxtum en Almenni veitir sjóðfélögum lán á nokkrum lánsformum á samkeppnishæfum vöxtum fyrir allt að 70% af kaupverði eða fasteignamati samkvæmt lánareglum í apríl 2021. Það veltur á því hvort að fólk vilji hafa lága greiðslubyrði eða hraða eignamyndun hvaða lánsform fólki hentar. Þeir sem vilji létta greiðslubyrði velja yfirleitt verðtryggð lán en ókosturinn við þau er að eignamyndun er hæg. Þeir sem leggja áherslu á eignamyndun velja yfirleitt óverðtryggð lán en ókosturinn við þau er að greiðslubyrðin getur verið þung til að byrja með. Ákvörðun um lántöku og lánsform er alltaf lántakans sjálfs og ráðgjafar mæla ekki með einu umfram annað heldur greina frá mismunandi eiginleikum lánsformanna.

Smelltu hér til að horfa á umræður um þessa spurningu eða hér til að hlusta eða horfa í heild sinni á Hlaðvarp Almenna um Algengar spurningar.

Athugið að neðst í spilaranum, bæði fyrir hlaðvarp og myndband, er hægt að smella beint á það sem þú hefur áhuga á að kynna þér.

Fleiri molar úr þessu hlaðvarpi:

Er sparnaðurinn minn laus? Hve mikið er laust?
Hvernig lán ætti ég að taka? Hverju breyta lánsformin?
Lækka greiðslubyrði eða auka eignamyndun?
Aukagreiðslur inn á lán nú og fyrir 20 árum
Ávöxtunarleiðir
Skattþrep og skattamál
Lífeyrisgreiðslur og greiðslur frá Tryggingastofnun
Fyrsta fasteign
Spurningin sem enginn spyr
Erfanleiki séreignar – mikilvæg atriði
Á hvaða eftirlaunum er von, hvert stefnir?
Sjóðfélagavefurinn, heildarmyndin á grafísku formi