Getum við aðstoðað?
Fræðsla og ráðgjöf

Fyrsta fasteign og sveiflur í ávöxtun – moli úr Hlaðvarpi Almenna

Meðal þess sem komið er inn á í Hlaðvarpi Almenna um Fyrstu fasteign þá skiptir miklu máli hvort ávöxtun sveiflast mikið eða lítið þegar sparað er upp í útborgun eða inn á lán vegna fyrstu fasteignar.

Ungu fólki er yfirleitt ráðlagt að fjárfesta í blönduðum ávöxtunarleiðum með stóran hluta eigna hlutabréfum. Ávöxtun þeirra sveiflast nokkuð mikið en til langs tíma má reikna með hærri ávöxtun en af skuldabréfum, innlánum eða öðrum fjárfestingum. Þegar nota á viðbótarlífeyrissparnað upp í fyrstu fasteign staldrar inneignin mjög stutt við og þess vegna passar þessi almenna ráðgjöf ekki. Það væri til dæmis mjög óheppilegt ef inneign hefði lækkað frá því sparnaður átti sér stað og þar til greiða átti sparnaðinn upp í útborgun. Almenni lífeyrissjóðurinn bjó til sérstaka ávöxtunarleið þegar skattfrjáls sparnaður fyrir fyrstu fasteign varð að veruleika. Ávöxtunarleiðin ber nafnið Húsnæðissafn og hentar sérstaklega vel  til að taka við viðbótarlífeyrissparnaði fyrir fyrstu fasteign. Ávöxtun Húsnæðissafns er stöðug og sveiflast lítið og hentar því sérstaklega vel til að safna fyrir fyrstu fasteign. Það er í raun einstakt tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara að nota viðbótarlífeyrissparnað til að greiða upp í útborgun eða inn á höfuðstól láns sem hvílir á fyrstu fasteign. Húsnæðissafnið hentar reyndar einnig almennt fyrir þá sem vilja litlar sveiflur og stöðuga ávöxtun.

Smelltu hér til að hlusta á hlaðvarpið í heild

 

Fleiri molar úr Hlaðvarpi Almenna: