Fimm lög umhverfisáhættu hafa verið skilgreind en þau ná frá einstaklingsbundinni áhættu yfir í tilvistarlega áhættu. Íslenskir lífeyrissjóðir starfa á tveimur þeirra. Þetta kemur fram kemur fram í máli Láru Jóhannsdóttur í 4. þætti af Hlaðvarpi Almenna um sjálfbærni og samfélgslega ábyrgð í fjárfestingum.
Neðsta lagið er einstaklingsbundin áhætta, því næst er fyrirtækjaáhætta, næst erum við að tala um eignasöfn eða hóp fyrirtækja. Á þessum tveimur síðastnefndu lögum starfa lífeyrissjóðirnir. Fjórða lagið er kerfisáhætta en Covid er einmitt gott dæmi um það þ.e. áhætta sem nær til allra atvinnugreina og allra landa og hefur áhrif allsstaðar. Tilvistarleg áhætta er svo í raun efsta stigið á áhættu en það má segja að loftslagsbreytingar tilheyri því lagi áhættu.
Smelltu hér til að horfa á þennan mola eða hér til að horfa á allan 4. þátt um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum.
Fleiri molar úr þessu hlaðvarpi:
Ekki nýjar hugmyndir – ábyrgir viðskiptahættir árið 200 f.kr.
Nýir sjóðfélagar, nýjar kröfur
Stjórnvöld og fyrirtæki dæmd ábyrg
Aurora Alliance
Skýrslur, réttar skýrslur
Vonlaus samanburður?
Fjármagnið hreyfir við öllu
Ólík staða fyrirtækja flækir samanburð
Beinn ávinningur
Sjálfbærni og Kórónuveiran
Sjálfbærni í íslenskum lífeyrissjóðum
Ísland á eftir í umhverfislegum þáttum
Áskoranir framundan