Getum við aðstoðað?
Fræðsla og ráðgjöf

Breytingar á fjárfestingarstefnu ´20-´21 – moli úr Hlaðvarpi Almenna

Yfirleitt eru ekki gerðar miklar breytingar á fjárfestingarstefnu á milli ára. Stundum er þó ástæða til og í Hlaðvarpi Almenna fer Kristjana Sigurðardóttir, fjárfestingarstjóri yfir það.

Í haust (2020) átti eignastýringarteymi Almenna ekki von á miklum breytingum á milli ára þar sem flest var komið í góðar skorður.

Í kjölfar breytinga á vaxtamarkaði var litið til Ævisafns III sem

fyrir breytingu var með stefnu um 80% í skuldabréfum og 20% í hlutabréfum. Ákveðið var að lækka hlutfall skuldabréfa í 70% í stefnunni og hækka hlutfall hlutabréfa í 30% á móti. Tilgangurinn með þessu er að hækka vænta langtíma ávöxtun Ævisafns III. Þegar safnið var stofnað árið 1998 var hægt að kaupa ríkisskuldabréf með um 5% raunávöxtun þannig að það var hægt að fá ágæta raunávöxtun með lítilli áhættu og litlum sveiflum í ávöxtun einfaldlega með því að vera með hátt hlutfall ríkisskuldabréfa. Núna er hins vegar 0,5% raunávöxtun af ríkisskuldabréfum og til að ná ásættanlegri ávöxtun þarf því að sætta sig við meiri áhættu og sveiflur í ávöxtun. Hin breytingin er að það eru núna fleiri söfn sem geta tekið á móti tilgreindri séreign en nú geta öll söfn nema Innlánasafn og Ævisafn I tekið við tilgreindri séreign.

Að mati Evu Óskar Eggertsdóttur, ráðgjafa hjá Almenna eru litlar líkur á að fólk vilji flytja sig úr Ævisafni III en ef fólk vill það eru mestar líkur á að þeir vilji fara í Innlánasafn og sætta sig þá við lægri ávöxtun.

Smelltu hér til að hlusta á hlaðvarpið.

Hér eru fleiri molar: