Getum við aðstoðað?
Fræðsla og ráðgjöf

Aukagreiðslur inn á lán fyrr og nú – moli úr hlaðvarpi Almenna

„Fólk greiddi ekki inn á höfuðstól lána fyrir tuttugu árum“ segir Brynja Margrét Kjærnested einn reyndasti ráðgjafi Almenna  lífeyrissjóðsins en hún er þátttakandi í Hlaðvarpi Almenna – Algengar spurningar.

Mjög margir hafa nýtt sér þann möguleika sem í boði hefur verið undanfarin ár að greiða séreign inn á höfuðstól. Að sögn Brynju er það einnig mjög algengt að fólk sé að greiða aukalega inn á lánin án skattaafsláttar til að flýta fyrir eignamyndun. Þetta var alls ekki tilfellið fyrir rúmum tuttugu árum þegar Brynja steig sín fyrstu skref sem ráðgjafi hjá Almenna lífeyrissjóðnum. Þá greiddi fólk einfaldlega ekki aukalega inn á höfuðstól lána. Viðhorfið virðist hafa breyst mikið. Bæði líta margir þeirra sem eldri eru svo á að rétt sé að vera skuldlaus í starfslok en Brynja telur einnig vera nokkuð algengt hjá ungu fólki, jafnvel um þrítugt, að það greiði aukalega inn á höfuðstól húsnæðislána. Rétt er að taka fram að Almenni tekur ekki uppgreiðslugjald eða þóknun þegar greitt er inn á höfuðstól lána hjá sjóðnum.

Smelltu hér til að horfa á umræður um þessa spurningu eða hér til að hlusta eða horfa í heild sinni á Hlaðvarp Almenna um Algengar spurningar.

Athugið að neðst í spilaranum, bæði fyrir hlaðvarp og myndband, er hægt að smella beint á það sem þú hefur áhuga á að kynna þér.

Fleiri molar úr þessu hlaðvarpi:

Er sparnaðurinn minn laus? Hve mikið er laust?
Hvernig lán ætti ég að taka? Hverju breyta lánsformin?
Lækka greiðslubyrði eða auka eignamyndun?
Aukagreiðslur inn á lán nú og fyrir 20 árum
Ávöxtunarleiðir
Skattþrep og skattamál
Lífeyrisgreiðslur og greiðslur frá Tryggingastofnun
Fyrsta fasteign
Spurningin sem enginn spyr
Erfanleiki séreignar – mikilvæg atriði
Á hvaða eftirlaunum er von, hvert stefnir?
Sjóðfélagavefurinn, heildarmyndin á grafísku formi