Getum við aðstoðað?
Fræðsla og ráðgjöf

Ábyrgir viðskiptahættir árið 200 f.kr. – Moli úr hlaðvarpi

Rekja má kröfu um ábyrga viðskiptahætti allt að tvöþúsund og tvöhundruð ár aftur í tímann þegar kvartað var undan afleitu viðskiptasiðferði í Rómaborg árið 200 fyrir Krist. Þetta er meðal þess sem kemur fram í máli Þrastar Olafs Sigurjónssonar í 4. þætti af Hlaðvarpi Almenna um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum.

Árið 1600 höfðu Evrópumenn áhyggjur af ofnýtingu skóga en nokkur hundruð árum síðar er fyrst birt ritrýnd grein um ábyrgar fjárfestingar. Á áttunda og níunda áratugnum sniðgengu fjárfestar Suður-Afríku vegna Aparteid stefnu stjórnvalda. Hér á Íslandi sögðu bankastjórar og stjórnmálamenn af sér upp úr 1990. Fyrir bankahrun einkenndist umræðan um spillingu tengda styrkjum en eftir hrun snerist umræðan hins vegar um starfsemi fyrirtækjanna sjálfra.

Smelltu hér til að horfa á þennan mola eða hér til að horfa á allan 4. þátt um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum.

Fleiri molar úr þessu hlaðvarpi:

Nýir sjóðfélagar, nýjar kröfur
Stjórnvöld og fyrirtæki dæmd ábyrg
Aurora Alliance
Skýrslur, réttar skýrslur
Vonlaus samanburður?
Fjármagnið hreyfir við öllu
Ólík staða fyrirtækja flækir samanburð
Beinn ávinningur
Sjálfbærni og Kórónuveiran
Sjálfbærni í íslenskum lífeyrissjóðum
Fimm lög áhættu
Ísland á eftir í umhverfislegum þáttum
Áskoranir framundan