Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins skipaði eftirfarandi aðila í endurskoðunarnefnd sjóðsins 2022-2023:
- Gísli Hlíðberg Guðmundsson, formaður nefndarinnar. Gísli starfaði sem borgarbókari hjá Reykjavíkurborg á árunum 2007 til 2023, þar áður sem löggiltur endurskoðandi frá 1987.
- Sigríður Magnúsdóttir, Arkitekt hjá Teiknistofunni Tröð.
- Eiríkur Þorbjörnsson, deildarstjóri hjá Verkís. Eiríkur sat um árabil í aðalstjórn sjóðsins og síðar í varastjórn.
Um endurskoðunarnefnd er fjallað í grein 6.5. í samþykktum sjóðsins. Hlutverk nefndarinnar er eftirfarandi:
- Eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila.
- Eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits einingarinnar, innri endurskoðun, ef við á, og áhættustýringu.
- Eftirlit með endurskoðun ársreiknings og samstæðureiknings einingarinnar.
- Mat á óhæði endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis og eftirlit með öðrum störfum endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis.
- Setja fram tillögu til stjórnar um val á endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki.