Getum við aðstoðað?

Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins skipaði eftirfarandi aðila í endurskoðunarnefnd sjóðsins 2022-2023:

  • Gísli Hlíðberg Guðmundsson, formaður nefndarinnar. Gísli starfaði sem borgarbókari hjá Reykjavíkurborg á árunum 2007 til 2023, þar áður sem löggiltur endurskoðandi frá 1987.
  • Sigríður Magnúsdóttir, Arkitekt hjá Teiknistofunni Tröð.
  • Eiríkur Þorbjörnsson, deildarstjóri hjá Verkís. Eiríkur sat um árabil í aðalstjórn sjóðsins og síðar í varastjórn.

Um endurskoðunarnefnd er fjallað í grein 6.5. í samþykktum sjóðsins. Hlutverk nefndarinnar er eftirfarandi:

  1. Eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila.
  2. Eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits einingarinnar, innri endurskoðun, ef við á, og áhættustýringu.
  3. Eftirlit með endurskoðun ársreiknings og samstæðureiknings einingarinnar.
  4. Mat á óhæði endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis og eftirlit með öðrum störfum endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis.
  5. Setja fram tillögu til stjórnar um val á endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki.