Aðalbjörn Þórólfsson, 53 ára
Sjálfstæður ráðgjafi í verkefnastjórnun
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Projectus, sjálfstæður ráðgjafi í verkefnastjórnun, des. 2019
- Íslandsbanki, deildarstjóri verkefnastýringar og verkefnastjóri 2010-2019
- Síminn, forstöðumaður upplýsingatækni og IT arkitekt, 2006-2010
- Rafrænt markaðstorg, framkvæmdastjóri og verkefnastjóri 2002-2006
- Anza, forstöðumaður og vöruþróunarstjóri, 2000-2002
Námsferill:
- Ph.D. Université Pierre et Marie Curie, 2000
- M.Sc. Université Pierre et Marie Curie, 1996
- B.Sc. í eðlisfræði, Háskóli Íslands, 1994
- B.Sc. í stærðfræði, Háskóli Íslands, 1994
Ástæður framboðs:
Ég tel að reynsla mín muni nýtast vel í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.
• Ég hef reynslu af fjármálageiranum í gegnum 9 ára starf hjá Íslandsbanka
• Ég hef stjórnunarreynslu og vinn oft með framkvæmdastjórn í þeim fyrirtækjum sem ég starfa fyrir
• Ég á gott með að greina tölur og finnst gaman að kafa djúpt ofan í tölulegar upplýsingar
• Mér finnst spennandi að setja mig inn í nýja hluti og sinni ég því vel sem ég tek mér fyrir hendur
• Ég er fljótur að koma auga á aðalatriði mála sem eru til umræðu
• Ég hugsa viðfangsefni út frá áhættu og leiðum til að minnka hana
• Ég á mjög gott með að vinna í hópi og leiða umræðu að farsælli niðurstöðu
Almenni leggur áherslu á upplýsingagjöf til sjóðsfélaga og ef ég næði kjöri myndi ég vilja finna leiðir til að gera hana enn betri.