Ársfundur Almenna, fimmtudaginn 22. mars
21. mars 2018
Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 22. mars 2018 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura kl. 17:15.
Dagskrá.
- Skýrsla stjórnar.
- Ársreikningur 2017 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs.
- Kynning á fjárfestingarstefnu.
- Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. Sjá tillögur hér, samþykktir með tillögum hér.
- Kosning stjórnar.
- Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags.
- Ákvörðun um laun stjórnar.
- Önnur mál.
Vakin er athygli á því að framboðum til stjórnar (aðalmenn) skal skila viku fyrir ársfund sjóðsins. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út þann 15. mars 2018 kl. 24:00. Hægt er að senda inn framboð á netfangið almenni@almenni.is.
Samkvæmt samþykktum skal stjórn sjóðsins skipuð þremur konum og þremur körlum. Á ársfundi sjóðsins lýkur kjörtímabili Ástríðar Jóhannesdóttur og Huldu Rósar Rúriksdóttur og því skal kjósa tvær konur í aðalstjórn. Að auki skal kjósa einn varastjórnarmann sem má vera af hvoru kyni þar sem fyrir eru varastjórnarmenn af sitt hvoru kyni.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.
Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.