Getum við aðstoðað?

Almenni lífeyrissjóðurinn

Almenni lífeyrissjóðurinn er fullgildur lífeyrissjóður og hefur starfsleyfi samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

 • Almenni lífeyrissjóðurinn er öllum opinn en er jafnframt starfsgreinasjóður arkitekta, leiðsögumanna, lækna, hljómlistarmanna og tæknifræðinga. Lífeyrissjóðir þessara stétta hafa sameinast Almenna lífeyrissjóðnum og greiða félagar þeirra lágmarksiðgjöld í hann.
 • Sjóðurinn hentar líka þeim sem geta valið í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða lágmarksiðgjaldið og einnig þeim sem vilja greiða viðbótariðgjöld í lífeyrissjóð til að auka ráðstöfunartekjur sínar á eftirlaunaárunum.

Markmið og stefna

 • Markmið Almenna lífeyrissjóðsins er að tryggja sjóðfélögum sínum sem hæstan lífeyri við starfslok, veita sjóðfélögum tryggingavernd vegna tekjumissis í kjölfar örorku og stuðla að auknu fjárhagslegu öryggi aðstandenda við andlát.
 • Sjóðurinn leggur áherslu á ábyrga starfshætti og stefnir að því að vera í fararbroddi með þjónustu og nýjungar í lífeyrismálum.
 • Markmið og stefnu í heild sinni, samþykkta af stjórn, má sjá hér.

Saga sjóðsins

Saga Almenna lífeyrissjóðsins nær yfir marga áratugi og eru rætur hans bæði langar og traustar. Í raun samanstendur sjóðurinn af átta lífeyrissjóðum sem hafa sameinast en á mismunandi tímum. Þeir lífeyrissjóðir sem hafa sameinast í Almenna lífeyrissjóðinn eru ALVÍB (Almennur lífeyrissjóður VÍB), Lífeyrissjóður arkitekta, Lífeyrissjóður starfsmanna SÍF, Lífeyrissjóður FÍH, Lífeyrissjóður Félags leiðsögumanna, Lífeyrissjóður lækna og Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags Íslands.

1965
Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags Íslands stofnaður
1967
Lífeyrissjóður arkitekta og Lífeyrissjóður lækna stofnaðir
1968
Lífeyrissjóður starfsfólks SÍF, LSÍF stofnaður
1970
Lífeyrissjóður FÍH stofnaður
1977
Lífeyrissjóður Félags leiðsögumanna, LFL, stofnaður
1990
ALVÍB, Almenni lífeyrissjóður VÍB, stofnaður
1995
ALVÍB og Lífeyrissjóður Félags leiðsögumanna sameinast undir nafni ALVÍB
1996
ALVÍB og Lífeyrissjóður FÍH sameinast undir nafni ALVÍB
1997
ALVÍB og Lífeyrissjóður starfsmanna SÍF sameinast undir nafni ALVÍB
1998
Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags Íslands og Lífeyrissjóður arkitekta sameinast og stofna Lífeyrissjóð arkitekta og tæknifræðinga, LAT. ALVÍB býður sjóðfélögum að velja milli mismunandi verðbréfasafna og kynnir Ævileiðina. Ævisöfn I-III stofnuð. Dagleg birting á gengi ávöxtunarleiða hefst.
1999
ALVÍB stofnar samtryggingarsjóð
2000
Lífeyrissjóður lækna breytir yfir í aldurstengt réttindakerfi
2002
ALVÍB stofnar Ævisafn IV
2003
ALVÍB og LAT sameinast og stofna Almenna lífeyrissjóðinn
2006
Lífeyrissjóður lækna og Almenni lífeyrissjóðurinn sameinast undir nafni Almenna lífeyrissjóðsins
2008
Innlánasafn og Ríkissöfn stofnuð
2009
Almenni hefur sjálfstæðan rekstur
2010
Nýr sjóðfélagavefur. Sjóðfélagar geta breytt um ávöxtunarleið á vefnum
2011
Almenni býður stöðufundi, sérstaka einkafundi með ráðgjafa
2012
Ævisafn IV sameinast Innlánasafni
2013
Almenni er tilnefndur til verðlauna hjá fagtímaritinu European Pensions fyrir upplýsingamiðlun
2014
Almenni valinn einn af fimm bestu lífeyrissjóðum í Evrópu skv IPE tímaritinu og annað árið í röð valinn meðal bestu lífeyrissjóða í Evrópu í upplýsingamiðlun til sjóðfélaga
2015
Almenni opnar nýjan sjóðfélagavef. Sjóðfélagavefurinn er sá fyrsti á Íslandi þar sem hægt er að breyta um ávöxtunarleið, undirrita samninga og sækja um lífeyri og greiðslur með rafrænni undirskrift
2016
Almenni lífeyrissjóðurinn valinn besti opni lífeyrissjóður í Evrópu af fagtímaritinu Investment Pension Europe. Að auki var Almenni valinn besti lífeyrissjóður í Evrópu meðal þjóða með færri en milljón íbúa
2017
Almenni valinn lífeyrissjóður ársins af fagtímaritinu European Pensions
2017
Almenni opnar nýja vefsíðu sem virkar fyrir allar borð- og spjaldtölvur sem og snjallsíma. Meðal nýjunga er netráðgjafi sem alltaf er á vaktinni og svarar öllum algengustu spurningum sjóðfélaga
2019
Almenni valinn besti lífeyrissjóður í Evrópu meðal þjóða með færri en milljón íbúa af fagtímaritinu IPE.
2020
Almenni valinn besti lífeyrissjóður í Evrópu meðal þjóða með færri en milljón íbúa af fagtímaritinu IPE.
2021
Almenni valinn besti lífeyrissjóður í Evrópu meðal þjóða með færri en milljón íbúa af fagtímaritinu IPE.
2021
Almenni opnar lánavef til að einfalda aðgengi sjóðfélaga að upplýsingum um sjóðfélagalán og aðgerðum sem tengjast þeim.
2022
Almenni opnar endurbættan sjóðfélagavef með enn betri upplýsingum og stafrænum samskiptaleiðum.

Yfirsýn á augabragði – Sjóðfélagavefur Almenna

Á sjóðfélagavef Almenna færðu yfirsýn á augabragði yfir lífeyrismálin þín. Í myndbandinu má sjá helstu kosti vefsins.

Stöðufundir

Stöðufundir eru einstaklingsfundir sjóðfélaga með ráðgjafa sjóðsins þar sem farið er yfir heildarmyndina í lífeyrismálum viðkomandi.

Stöðufundir eru staðlaðir fundir með ráðgjafa þar sem farið er yfir lífeyrismál sjóðfélaga með markvissum hætti. Tilgangurinn er að sjóðfélagar fái  yfirsýn yfir stöðu sína og leiðbeiningar um hvernig hægt er að bregðast við ef þörf er á. Kennt er hvernig hægt er að nota sjóðfélagavefinn til að afla upplýsinga, gera áætlanir og breytingar. Mikil ánægja hefur verið með stöðufundina hjá þeim sem reynt hafa.

Á Stöðufundinum kemur fram:
 • Hvaða tekjum má eiga von á í eftirlaun m.v. núverandi sparnað
 • Tryggingar við tekjumissi vegna veikinda eða slysa
 • Hvaða greiðslur þínir nánustu ættu rétt á ef þú féllir frá
 • Hver séreignin þín er
 • Hver ávöxtunin er á þeirri ávöxtunarleið sem þú hefur valið
 • Eignasamsetning fjárfestingaleiða
 • Upplýsingar um rétt til örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris
 • Yfirlit um samsetningu eftirlauna
 • Hvað þarf að safna miklu til að geta hætt að vinna
 • Markmiðasetning og aðgerðaáætlun
 • Er staða þín eins og þú helst vildir? Ef ekki, hvað þarftu að gera til þess að bæta hana?

Ef þú hefur ekki þegar farið á stöðufund getur þú smellt hér og bókað fund. Stöðufundir eru ókeypis og fela ekki í sér neina skuldbindingu.