Hver er staðan?
-
Lífeyrissjóðir
- Áttu réttindi í lífeyrissjóði? Hve mikil réttindi áttu?
- Sjóðfélagavefur hjá öllum lífeyrissjóðum
- Lífeyrissjóðurinn sem þú greiddir síðast til (kemur fram á launaseðli)
- Lífeyrisgátt, gefa þér réttindi hjá öllum sjóðum
- Hjá Almenna getur þú séð réttindi þín hjá okkur, sótt réttindi í öðrum lífeyrissjóðum og sett réttindin inn í reiknilíkan sem einfaldar þér að skoða og skipuleggja eftirlaunaárin
- Réttindi eru eitt, séreignarsjóður er annað
- Hjá Almenna fer rúmur helmingur af skyldusparnaði (8,5% af 15,5%) í réttindi en tæpur helmingur (7%) í séreignarsjóð sem er óvenjulegt
- Þessi séreign hjá Almenna er erfanleg og eykur sveigjanleika við töku lífeyris.
-
Séreign og séreign - ekki það sama
- Það eru fjórar tegundir af séreign í íslenska lífeyriskerfinu.
- Í fyrsta lagi er viðbótarlífeyrissparnaður
- Fyrst var hægt að greiða í árið 1999.
- Þar greiða sjóðfélagar 2-4% sjálfir og fá 2% mótframlag frá launagreiðanda.
- 4% – 6% séreign,
- Það þarf að gera samning
- Laus 60 ára
- Hefur EKKI áhrif á greiðslur frá TR (viðbótarlífeyrissparnaður er eina tegund séreignar sem hefur EKKI áhrif á greiðslur frá TR)
- Hinar þrjár tegundir séreignar eru hluti af skyldusparnaði og hafa ALLAR ÁHRIF á greiðslur frá TR, þær eru:
- Séreign af lágmarki eins og Almenni er með
- Allt að 7% af launum
- Laus 60 ára
- Tilgreind séreign
- 3,5% af launum
- Laus 62-66 ára
- Bundin séreign
- Allt að 6,6% af launum
- Laus 65-79/84 ára
- Á sjóðfélagavef Almenna er skýrt hvort séreign er komin úr viðbótariðgjaldi eða skylduiðgjaldi (Lágmarksiðgjald
- Séreign af lágmarki eins og Almenni er með
Korter í eftirlaun - hvernig undirbý ég mig?
Sæktu um ráðgjöf
Sjóðfélagar Almenna geta pantað ráðgjöf hér
Séreign ekki það sama og séreign
Getum við aðstoðað?
Netráðgjafi svarar algengum spurningum og netspjall fyrir frekari ráðgjöf.